Arftaki LayZboy ..

Enn það bar við um þessar mundir að bremsurnar á nýja bílnum vældu og skræktu eins og gamall strætó væri að stoppa..

Í gær þurfti ég að stoppa við gangbraut þar sem 3 gamlar kellingar ætluðu yfir, ein fór fyrst og tvær fylgdu á eftir, til að gera langa sögu stutta þá hægði ég að sjálfsögðu ferðina þegar ég kom að gangbrautinni. Fyrsta kellingin gekk ótrauð yfir þrátt fyrir að bíllin vældi og skrækti en hinar tvær fengu alveg tilfelli af hlátri, þetta hljómaði eins og strætó væri að reyna að stoppa en var svo bara 3 metra löng Toyota..

Ég ætla sko ekki að láta einhverjar 70tugar kellingar hlægja að bílnum mínum.. #$%##>>### Mouth Watering

Í morgunn þegar ég var búinn að láta tennurnar fá túr í uppþvottavélinni og klæddur og kominn á ról þá fór ég út og lagaði bremsurnar þannig að nú eru þær svo hljóðlátar að maður fær hellu fyrir eyrun..

Mikið glaður og stolltur eftir prufutúrinn þar sem ekkert vældi fór ég inn í stofu og hlammaði mér í LayZboy stólinn minn og ætlað nú heldur betur að slappa af og hvílast yfir Húsinu á Sléttunni..

Augnabliki seinna átti ég mölbrotinn LayZboy !! Cry Out Loud

Greyið var orðinn slitinn upp til agna og þoldi ekki gleðilætin..

Ekki gráta, ekki gráta, var það fyrsta sem ég hugsaði og barðist við tárin..

Ná í verkfæri út í skúr var það næsta sem ég gerði. Nú var LayZboy rifinn í sundur og kom þá í ljós að hann var ónýtur. (Alveg slitinn í hel)

Nú voru góð ráð dýr.

Út í bíl, aftursætinu skellt niður í gólfið (allger snilld) og bíllinn fylltur með LayZboy sem fór síðan á haugana..

Næst var tekinn rúntur á skransölurnar í Tarm og Skjern og niðurstaðan á málinu varð þessi líka fíni StillanlegiLeðurHægindaStóllMeðSkammeliSemFerEkkiJafnMikiðFyrirEinsOgLayZboy á 450 kr. danskar.

Það verður bara cool að sofa yfir sjónvarðinu í kvöld.. Love & Kisses

Bandi alles..

P.S. Hvað getur maður svo lært af þessu öllu saman,

EKKI LÁTA GAMLAR KELLINGAR BÖGGA SIG.. Það er DÝRT