Það er sumar og sól í Tarm þessa daganna og við erum að dunda okkur við eitt og annað sem þarf að dunda sér við utandyra..
Meðal þess sem við erum að gera þá vorum við að bera á skjólverkið inni í garði hjá okkur, það var orðið ansi veðrað og mosavaxið þannig að það var ekki vanþörf á að gera eitthvað við því. Fjóla háþrýstiþvoði skjólið í gær og dag fórum við ásamt Nonna í að bera á. Garðhúsgögninn fengu sinn túr um leið, þau verða alveg grá yfir veturinn og þurfa að fá olíu á hverju ári.
Það er fallegasta árstíðin í garðinum þessa dagana, allt í blóma og ekkert farið að skrælna..
Hér fyrir neðan fáið þið nokkrar myndir..
Verum í bandi alles…