Skjöldóttur Skúr..
Jóhann frændi minn er á leiðinni í heimsókn, þannig að
nú er ég á fullu að mála skúrinn minn, get ekki látið drenginn horfa upp á ryðtaumana..
(Ég er nýbúinn að mála stólpann á flaggstönginni eldrauðann og bóna stöngina með SONAX.. GETUR EKKI VERIÐ BETRA..)
Hæ hó alles..
Nú er komin sól og blíða hér í Tarm og mikið að gerast..
Búinn að klippa hekkið..
Búinn að þrífa tröppurnar..
Búinn að þvo og bóna Primeruna..
Eldiviður vetursins kominn á sinn stað og tilbúinn..
Búinn að taka til í hálfum bílskúrnum..
Búinn að hreinsa kalkið úr krönunum..
Slæ blettinn tvisvar í viku..
Búinn að brenna úkrúttið af gangstéttinni..
Og svona gæti ég haldið áfram lengi lengi..
Eða með öðrum orðum sagt, “Það er komið Sumar”…
Það er nú ekki leiðinlegt hér í Tarm á sumrin, 25-30 stiga hiti, logn og heiðskýrt..
(Það er að segja ef við erum svo heppin að það rignir á Íslandi..)
Þetta helst einhverveginn í hendur, “Rigning á Íslandi – Sól í Tarm)..
Nú erum við að gera okkur klár í að fá gesti sumarsins, það ætla hinir og þessir að koma þannig að þetta verður gamann hjá okkur..
Um næstu helgi koma til okkar Noregsvíkingar, við bíðum spennt eftir þeim og hlakkar mikið til.
SÝta ætlar að koma og hjálpa til með “Jólaskreytingarnar” það verður alger snilld..
Ragnhildur og dætur koma einhverntíma í júlí, við erum heldurbeturtilbúin til að taka á móti þeim, það verður ánægjulegt.
Eins og þið sjáið á þessu öllu samann þá látum við okkur ekki leiðast hér í Tarm…
Það skeður kannski aldrei neitt hjá okkur, enn okkur leiðist heldur aldrei..
Bandi alles..