Eins og ég hef áður verið að baula um hér á síðunni er full ástæða til að passa sig á því að tölvunni manns verði ekki of heitt..
Til mín hringdi í gær eldri kona, gráti næst og sagðist vera í vandræðum með tölvuna sína, hún væri að bráðna og væri búin að slökkva á sér…
Ég hef nú heyrt svona væl áður frá fartölvu eigendum og var þessvegna hinn rólegasti yfir vælinu í henni og sagði henni að kíkja með hana til mín, ég skyldi sjá hvað hægt væri að gera..
Í þessu tilfelli var ekki hægt að gera rétt mikið til að bjarga tölvunni..
Fyrir tilviljun þá hafði vélin slökkt á sér áður heldur en að hún eyðilagði harðadiskinn, það er mér reyndar óskiljanlegt því að það sér á disknum.
Ég er búinn að eyða fleiri tímum í að bjarga gögnunum hennar og er það að ganga vel. Þetta er umtalsvert tjón fyrir konuna, hún þarf að kaupa nýja vél og greiða mér fyrir mína vinnu.. 🙂
Lærdómurinn af þessu öllu saman er: Takið Backup.. Takið Backup.. Takið Backup..
Passið að sitja ekki með tölvuna í kjöltunni, látið hana ALDREI frá ykkur á sófann eða rúmið eða annað eldfimmt..
Það eru myndir af öllu samann hér fyrir neðan..
Verum í bandi alles….