kl: 13.14 Nú er að byrja að hvessa í Tarm..

Hæ hó alles..
Eins og þið kannski vitið þarna úti þá á að vera vitlaust veður hjá okkur næsta sólarhringinn..

Kannski ekki svo hættulegt á íslenskann mælikvarða enn þó það sem er nóg hér úti til að velta trjám og fá þök til að fjúka..
Þökin hér eru gjarnan gerð með þaksteinum og þola einfaldlega ekki mikinn vind.

Það er verið að loka öllu niður núna, skólar og lestir og flestar almenningssamgöngur og svo framvegis.

Við erum búin að gera allt eins klárt hjá okkur eins og við getum, allt lauslegt komið inn í skúr og kerran og annað sem þarf að vera úti er bundið fast.

Veðrið á að toppa hjá okkur um kvöldmatarleitið en nú klukkan 13:14 er orðið ansi hvasst í hviðunum.

—————

Það er oft sagt hér í danmörku að veðrið á afmælisdeginum endurspegli hegðun afmælisbarnsins síðasta árið..

26 nóvember var sólskins veður og hlítt..

3 desember 1999 var versti fellibylur sem komið hafði í 50 ár.. hmmmmm.. Gróa !!

Svo er það dagurinn í dag, það er allt í viðvörun,
danskar almannavarnir vara við í öllum fjölmiðlum,

ég get ekki látið vera með að spyrja..

HVERN FJANDANN GERÐIR ÞÚ AF ÞÉR PÉTUR….