Hér var haldin þessi líka fína kökuveisla á dögunum..
Tilefnið var að sjálfsögðu afmælið hennar Fjólu.
Fjóla bakaði kökurnar og alveg snilldar brauðtertur og hafði Nonna til að hjálpa sér. Hún bakaði svo mikið að við erum enn að gæða okkur á kökum..
Það komu góðir gestir og nutu dagsins með okkur, og var þetta hinn besti dagur.
Hún fékk Kirsuberjatré í afmælisgjöf frá barnabörnunum og var því plantað á afmælisdeginum þar sem trén sem við felldum í vetur stóðu.
Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir af þessu öllu saman.
Verum í bandi alles…