Mikið að gerast í Tarm í júlí mánuði..

Hæ hó alles..

Það er búin að vera “Bongoblíða” hjá okkur það mesta af júlí mánuði.
Hitinn um miðjann daginn gjarnan verið 25-28 stig.
Núna þegar þetta er skrifað klukkan korterítíu um kvöld þá er 25 stiga hiti hér í garðinum og er það alveg nóg, allar hurðir opnar og stóra viftan í stofunni gerir sitt besta til að kæla.

Það er mikið búið um að vera hjá okkur í júlí í ár og er það kannski soldil afsökun fyrir að ég hef ekki verið duglegur að skrifa hér inn, en nú ætla ég að bæta soldið úr því..

Það er búið að vera gestkvæmt hjá okkur, margir komið og aðrir eftir að koma..

Ragnhildur, Þórunn og Berglind voru á ferð hér á Jótlandi í júlí og komu þær við hjá okkur. Áttum við ánægjulegann dag samann og Fjóla gaf okkur pönnukökur sem var nú ekki leiðinlegt.

Hér koma myndir…


Svo komu hér Noregsfarar,Helga systir, Magnús og Jóhann. Voru þau búin að keyra frá Ísafirði til Seyðisfjarðar, sigla með Norrænu til Hirtshals og komu við hjá okkur. Þau hvíldu sig aðeins hjá okkur og lögðu svo á stað aftur 2500 kílómetra til Alta í Norður Noregi. Við Jóhann besti frændi minn skemmtum okkur konunglega samann..

Hér koma myndir…

Góðir vinir og nágrannar til margra ára, Kiddi og Fríða kíktu við hjá okkur, ekki laust við að við hefðum um nóg að tala frá Prestó árunum, ég píndi þau til að skoða gamlar myndir í heilt kvöld og var mikið hlegið..

Hér koma myndir…

Lítið Ljós kom og var hjá Afa “og Ömmu” eina nótt, það var nú ekki gamann……..:-)

Hér koma myndir…

 

Nonni bauð vinum sínum til margra ára í Kanóferð um Skjern á.

Ég keyrði þá um morguninn og sótti þá svo aftur um eftirmiðdaginn og við grilluðumm samann..

Þetta var skemmtileg uppákoma og ekki laust við að við yrðum soldið kátir allir samann.. Held ég.. Allavega var sunnudagurinn Mjög Erfiður…

Hér koma myndir..

Eins og þið sjáið á þessu öllu samann leiðist okkur ekki í Tarm…
Nú á Laugardaginn hefst svo hjá okkur “Campari vika” og hlakkar okkur mikið til..

Þar á eftir eigum við svo von á “Eskimóum”.. Það verður gamann..

Það spáir rigningu nú um helgina, ég er að vona að það gangi eftir, er búinn að kaupa 30 kíló af áburði og bráðvantar að koma honum á blettinn.. Ég er núna að vökva 3500 lítum af vatni á blettinn á tímann í 2 – 3 tíma á dag og næ rétt að halda honum grænumm… Nenni ekki að hafa tóma sinu..

Verum í bandi alles…