Hvítasunnu Camping í Aarhus 2013

Hæ hó allesammen..

Þá erum við komin heim aftur eftir að hafa verið í Aarhus á Camping alla helgina.

Þetta var í fyrsta skifti sem við fórum með nýja vagninn og reyndist hann fínt, munar miklu að hafa aðeins meira pláss enn í þeim gamla.

Við fengum fínasta veður og grilluðum á hverjum degi. Líf kom í heimsókn og gisti hjá okkur eina nótt og þótti henni það nú ekki leiðinlegt.

Það var haldið uppá tvítugs afmæli með pomp og pragt á sunnudeginum, Það er Thomas sem var að verða tvítugur og kom Mamma hans í heimsókn og hafði heilmikla afmælistertu með til hans. Með henni var drukkið heitt kakó og svo var snaps í eftirmat..

Á mánudeginum pissringdi áður en við fórum heim, þannig að við eigum “Mjög Hreint” fortjald.. Við tróðum því bara blautu í skottið á bílnum og hengdum það til þerris í garðinum við heimkomuna.

Vagninn skyldum við eftir hjá Ingu, ætlum að gista í honum þar um næstu helgi, það á að skíra Lítinn Trítil næsta sunnudag.

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir frá helginni..