Hæ hó alles..
En það bar við um þessar mundir að komið var að árlegum flatkökubakstri í Tarm..
Eins og venjulega fór athöfnin fram úti í koníakstofunni, á ryðfrírristálplötu og brendum við kökurnar með illgresisbrennaranum…
Nonni og Fjóla stóðu í bakstrinum, ég tók myndir, drakk Tuborg og reykti, verkaskiptingin alveg eins og hún á að vera..
Þetta er alveg snilld að gera þetta á þennann máta, bökuðum 54 flatkökur á 28 mínútum.
Við erum soldið fastheldin á að gera hlutina alttaf eins ef það virkar vel. Ef þið skoðið síðustu myndina í seríunni hér fyrir neðan þá er hún tekin 02 02 99 og þarna eru Bára Dal og Fjóla á fullu við framleiðsluna, og Fjóla er meira að segja í sömu úlpunni og í gær…
Hvaða lærdóm getum við svo dregið af þessu…
“Góð úlpa endist lengi…..”