Brenni Anno 2013..

Hæ hó allesammen..

Hér er allt búið að vera með rólegasta móti uppá síðkastið, skeður ekki rétt mikið á þessum tíma árs..

Við vorum að fá brenni vetursins og Lars og Inga og Nonni og Liv og Christian hjálpuðu okkur við að koma því á sinn stað þannig að nú erum við með nóg brenni klárt til notkunar næsta vetur. Eins og þið sjáið þá eru þetta margir kubbar, þetta eru 8-9 rúmmetrar þannig að þetta er staflað upp í mörgum lögum, ekki mikið pláss eftir í koníaksstofunni…

Ég þurfti að gera við stýrisbúnaðinn á sláttuvélinni minni, braut í henni tannhjól.. Náði mér í nýtt og endurhannaði stýrisbúnaðinn soldið (þetta vara asnalega hannað) þannig að nú ætti þetta að verða í lagi næstu árin.. Eina vandamálið er að nú er hún orðin svo nákvæm í stýri (fer þangað sem ég stýri ??) að nú þarf ég að læra keyra hana upp á nýtt..

Ég var ekki að muna eftir því að taka myndir af öllu atinu, en læt hér fylgja nokkrar myndir frá síðustu dögum bæði frá mér og Ingu og Fjólu..

Verum í bandi alles..