Hæ hó allesammen..
.
.
.
.
.
Í fyrsta skifti þau 16 ár sem við höfum búið hér þá höfðu niðurföllin á götunni ekki undann í dag. Það var ekta “Hollywood rigning” hér og ótrúlega mikið vatn sem kom á stuttum tíma. Sem betur fer þá er þetta ekki tengt frárennslinu í húsinu þannig að við lenntum ekki í neinum vandræðum með flóð í kjallaranum eða neinu svoleiðis.
Gallinn við þetta vatnsveður var svo að því fylgdu ekki þrumur og eldingar, svoleiðis veður er alltaf óskaplega gott fyrir mig, því þá get ég selt bæði netkort og routera og svo framvegis…
Við ætlum svo að eyða helginni í að passa rigninguna..
Verum í bandi alles..