Skanna og skanna og skannna..

Hæ hó allesammen…

Það er komið föstudagskvöld hér í Tarm..

 

 

 

 

 

 

Ég er búinn að vera skanna myndir síðustu vikurnar og koma margar skemmtilegar myndir í ljós, þessi þykir mér þó vera perla..

Það er ekki laust við að maður fari á smá minningaflipp við að skanna allar gömlu myndirnar, en eins og ég hef áður sagt þá er ekki seinna vænna, mörg elstu albúmin eru orðin ansi léleg..

Það tekur mig svona 3 til 5 mínútur að skanna mynd í góðum gæðum en svo get ég hæglega notað hálftíma í að dunda mér við að gera mynd góða í Photoshop Elements..

Engin spurning samt í mínum huga að þetta er vinna sem á eftir að skila sér, á þennann máta varðveiti ég myndirnar.

Ég var síðast þegar ég taldi búinn að skanna í allt ca. 2500 myndir ef allt er talið, þannig að það eru komnir nokkrir tímar í þetta hjá mér..

Ég vista myndirnar síðan á þremur mismunandi stöðum þannig að ég ætti ekki að missa þær þó að eitthvað kæmi fyrir.. “Shit Happens” eins og þið öll vitið.

Nú um helgina koma góðir vinir í heimsókn og er okkur búið að hlakka mikið til þess.

Verum í bandi alles..