Poltrabend..

Komin heim eftir góðann dag..

 

 

 

Hæ hó allesammen..

 

 

Á síðasta laugardag var heldur mikið um dýrðir hér á Jótlandi..

Það var haldið mikið partý Ingu og Lars til heiðurs í tilefni væntanlegs Brúðkaups heima hjá foreldrum Lars.

Þarna voru mættir vinir og vandamenn og vissu Inga og Lars ekki af þessu fyrirframm..

Þeim var rænt eldsnemma morguns og farið með þau í allskonar skemmtilegheit sitt í hvoru lagi og síðan voru þau sameinuð aftur um kvöldið og var þá haldin mikil grillveisla sem stóð framundir morgunn.

Við vorum með um morguninn og kvöldið og fengum svo að passa Lítið Ljós um nóttina og þótti það nú ekki leiðinlegt…

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-1.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-2.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-3.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-4.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-5.jpg[/imagetab] [/tabs]

Daginn eftir þegar þau komu til að sækja Liv Fjólu gerðu þau sér litið fyrir og söguðu fyrir mig allt brennið sem ég átti óskorið úti í skúr, það vantar ekki orkuna hjá svona fólki.

Við vorum ekki með barnavagn til að láta Liv Fjólu sofa úti, en Fjóla var nú ekki lengi að redda því fyrir hana litlu nöfnu sína, svaf hún þarna hin rólegasta í burðarrúminu sínu á meðan við vorum að saga brenni alveg við hliðina á henni.

Verðum í bandi alles..