Hæ hó allesammen..
Þá erum við búin að halda jól hér í Tarm og hafa þau að venju verið alveg frábær..
Við erum verulega búin að njóta lífsins og hafa það gott, kannski búin að borða aðeins of mikið….
Eins og oft áður þá gleymdi ég að taka myndir, en hér fáið þið samt nokkrar, betra en ekkert..
Eins og þið sjáið á forsíðumyndinni er Liv Fjola ekki svo lítið hrifinn af “Eplakökunni hennar Ömmu”
Henni þótti nú heldur ekki leiðinlegt að Amma prjónaði á hana fínann Fjólubláann kjól og húfu..
Í dag vorum við með góða gesti í heimsókn, Gunnar og Brenda og Uggi og Loki, Palli og Huginn og Ágúst.
Við fengum að sjálfsögðu “Kökuborð að hætti Fjólu” og fór enginn svangur frá því borði..
Uffe góðvinur okkar allra er í heimsókn eins og alltaf á þessum degi og finnst okkur það alveg snilld að hann heldur tryggð við okkur og krakkana og kemur í heimsókn á þessum degi um hver jól.
Nú er bara að slappa af og bíða eftir Gamlárskvöldinu..
Verum í bandi alles..