Um daginn vorum við með góða vini í heimsókn.
Til að gera langa sögu stutta þá fórum við á flakk í “Antik” sölur..
Á einum stað sem við komum á hékk þetta undarlega verkfæri upp á vegg….
Þetta kveikti straks áhuga hjá mér og endaði ég með að kaupa gripinn á heilar 50kr danskar.
Kallin sem seldi mér hann hafði ekki hugmynd um hvað hann var með á veggnum þannig að við vorum báðir ánægðir með verðið..
Þetta er “Afi allra skiftilykla” framleiddur hjá “Torshalla Sagsbladsfabrik” árið 1880 og er af seríu No:0
Þetta er fyrsta framleiðsla á nútíma skiftilykli og hefur mér eftir mikla leit tekist að finna 1 annað eintak á finnsku tæknisafni, þannig að þeir liggja ekki í búnkum þessir skiftilyklar..
Þessi verksmiðja hélt áfram að þróa þessi verkfæri og sería No:1 var í laginu eins og þeir skiftilyklar sem við notum nú í dag. Seinna skifti verksmiðjan svo um nafn og heitir í dag “BACHO” sem er þekkt nafn í bransanum og er enn að framleiða afkvæmi þessa gamla lykils 132 árum seinna…..
Ég ætla mér ekkert sérstakt með þennann grip, er alveg sama þó ég gæti mögulega selt hann á meira en 50kr..
Ég ætla bara að eiga hann og hugsa til baka til allra gömlu járnsmiðanna sem sáu hann á sínum tíma og þótti þetta alger bylting og snilld..
Verum í bandi alles…