100,000 gestir..

 

 

 

 

 

Hæ hó allesammen og takk fyrir allar heimsóknirnar síðustu árin..

Nú er síðan rúlluð yfir 100,000 heimsóknir og er ég bara montin af því hvað þið hafið verið dugleg að heimsækja okkur hér “Online”, það gerir það mikið skemmtilegra fyrir mig að láta visku mína flæða hér á netinu þegar ég sé hvað það erum margir sem lesa með.

Það er í dag síðasti dagur jóla hér í Tarm, það er þó ekki að sjá hér í náttúrunni. Við erum með útsprungna rós hér við húsvegginn eins og þið getið séð ef þið flettið myndunum hér fyrir neðan.

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__1_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__2_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__3_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__4_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__5_.jpg[/imagetab] [/tabs]

Það er kannski ekki endilega æskilegt fyrir gróðurinn að veðrið sé svona milt á þessum árstíma, hætta á því að allt fari að spíra og skemmist svo bara þegar að frostið kemur, við sleppum víst ekki við það að það komi í vetur ásamt hvíta skítnum en ekkert við því að gera. Ef allt verður eðlilegt verð ég farinn að slá gras eftir 3 til 4 mánuði, ekki laust við að mig hlakki til þess…

Ég er að byrja að átta mig á því hvernig ég ætla að hafa þessa nýju heimasíðu, það er að segja hvaða efni ég ætla að hafa hér inni og fer ég nú að byrja að leika mér fyrir alvöru við að hrúga efni hér inn, verið bara dugleg að kíkja inn á undirsíðurnar, aldrei að vita hvað þið finnið þar inni..

Verum í bandi alles..