Monthly Archives: July 2012

Góðir Gestir

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

 

Við erum svo heppin að vera með gesti frá Íslandi þessa dagana, þetta eru Sigga Stína og Skúli og synir.

Þau eru búin að skoða Himmelbjerget, Løveparken, Henne Strand og fara til Ingu og Lars og Liv Fjolu í Aarhus og ýmislegt annað ,þannig að þetta er bara búið að vera gaman.

Svo á að fara í Legoland og eitthvað fleira, það er margt að sjá á Jótlandi..

Að sjálfsögðu höfum við séð um að skaffa rigningu og annað yndælisveður, látum ekki vanta neitt þar á.

Næstu daga ætlum við svo að hafa Bongóblíðu og sól, þau þurfa líka að prufa svoleiðis veður.

Þegar við vorum hjá Ingu vildi svo undarlega til að það kom skrítinn Páfagaukur í heimsókn í garðinn hjá henni, þetta þótti strákunum nú ekki lítið merkilegt og var ekki annað hægt en að taka myndir af þessu..

Hér koma svo nokkrar myndir..

Bandi alles..

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/07/22072012p.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/07/22072012pp.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/07/22072012ppp.jpg[/imagetab] [/tabs]

Til Hamingju með Afmælið..

.

.

.

Hann á afmæli í dag,

hann á afmæli í dag.

Hann á afmæli hann Maggi,

Haaaannnnnn ááááááá aaaaaffffffmmmmmmmææææællllllliiiiii ííííííí daaaaaaaaaaag….

Til Hamingju með daginn gamli..

Sjáumst vonandi fljótlega.

Það rignir og rignir og rignir og ……

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

 

Í fyrsta skifti þau 16 ár sem við höfum búið hér þá höfðu niðurföllin á götunni ekki undann í dag. Það var ekta “Hollywood rigning” hér og ótrúlega mikið vatn sem kom á stuttum tíma. Sem betur fer þá er þetta ekki tengt frárennslinu í húsinu þannig að við lenntum ekki í neinum vandræðum með flóð í kjallaranum eða neinu svoleiðis.

Gallinn við þetta vatnsveður var svo að því fylgdu ekki þrumur og eldingar, svoleiðis veður er alltaf óskaplega gott fyrir mig, því þá get ég selt bæði netkort og routera og svo framvegis…

Við ætlum svo að eyða helginni í að passa rigninguna..

Verum í bandi alles..

Sumar og sól..

Hæ hó allesammen..

.

.

.

.

.

 

Nú er liðinn langur tími síðan ég skrifaði nokkuð hér inn síðast.

Það er búið að vera mikið að gera við að gera ekki neitt og svosem ekkert nýtt að frétta.

Ég er búinn að setja hér inn 2 video af Liv Fjolu og getið þið séð þau hér fyrir neðan.

Annað videoið er tekið fyrir viku síðan, þá var sú litla stífluð af kvefi en eins og alltaf brosandi eyrnanna á milli.

Hitt videóið tók ég í gær, Lars og Inga voru hér um helgina og þræluðu í brenni fyrir okkur, og að sjálfsögðu höfðu þau Lítið Ljós með..

Verum í bandi..