Monthly Archives: March 2012

Brúðkaupsveðrið..

Hæ hó allesammen..

Nú eru að birtast veðurspár fyrir næstu viku hér á svæðinu..

Þær breytast fram og til baka þannig að það er ekki auðvellt að sjá hvernig að veðrið verður eftir viku en þó lítur þetta ekki illa út miðað við árstíma..

Það verður engin “Hitabylgja” en heldur ekki snjór eða mý..

Okkur er farið að hlakka heilmikið til að sjá ykkur sem eruð á leiðinni hingað út og verður ábyggilega mikið hlegið og bullað næsta hálfa mánuðinn..

Munið að ef þið þurfið að ná sambandi við okkur er auðveldast að kíkja inn á “Undirsíðuna Ýmislegt” sem þið finnið hér á síðunni og smella svo á neðsta slóðann.. Þar finnið þið allar þær upplýsingar sem þið þurfið..

Verum í bandi alles…

Hann Afi minn er skrítinn..

Hann Afi er skrítinn..Grimace

Amma og Mamma voru að hreinsa beðin í garðinum í dag.

Afi átti að vera að passa mig..

Þá datt honum í hug að hann þyrfti að hreinsa grillið, taka til í útistofunni og þvo bílinn..

Ég hjálpaði honum með Háþrýstiþvottardæluna og þótti það nú bara ansi gamann.

Mér varð smá kallt og gaf frá mér örlítið hljóð í tilefni þess…

Afi rauk til og skellti sokkum á hendurnar á mér og sokkabuxum á hausinn vegna þess að hann fann ekki fötin mín…

Hann Afi er skrítinn..

(enn mér var ekki kalt..Propose)

Mmmmmmmm…..

Elska svona fréttir…Great Idea

.

.

.

Það eru ekki til betri fréttir en svona fréttir, nú ætla ég að drífa mig á “Súkkulaði Diet”..Wonderful

 

.

.

.

.

.

 

Hæ hó allesammen..

Þá er komið að því að við á Jótlandi færum klukkuna framm um heilann tíma.. Wonderful

Það skeður nú í nótt..

Það er að segja, að þegar að klukkan er 20 hjá ykkur er hún 22 hjá okkur..

Þetta þýðir það að við höfum einum tíma minna til að gera okkur klár fyrir Brúðkaupið..

Afturámóti er styttra til jóla..

Verum í bandi á “Sumartíma” alles.. Love & Kisses

Leif Ernstsen

“Cajunia”

.

.

.

.

.

 

Hæ hó allesammen…

Hvað mynduð þið hugsa eða gera ef Guð eða Keith Emerson eða Alice Copper eða Ozzie eða David Bovie myndi bara allt í einu hringja í ykkur..

Það fyrsta sem maður hugsar, það er einhver að gera at í mér..

Ég fékk svona símtal fyrr í kvöld, alveg upp úr þurru..

Það var Leif Ernstsen sem er bæði “Guð eða Keith Emerson eða Alice Copper eða Ozzie eða David Bovie” og allir aðrir snillingar í einni persónu í mínum huga..

Hann er einn mesti Harmónikkusnillingur allra tíma í “Cajun” tónlist..

Reyndar svo snjall að hann þykir alveg ómissandi í “MardiGras” í New Orleans á hverju ári og er það orðinn fastur liður að honum er borgað fyrir að koma þangað frá Danmörku á meðan aðrir listamenn víðsvegar að úr heiminum borga fyrir að fá að vera með..

Ég ætla ekki að rekja það hér hvernig ég þekki hann.

Málið hjá honum var að fá hjá mér mynd sem ég tók af honum á tónleikum 2005..

Á þessari mynd flippar hann gjörsamlega við að spila lagið “Cajunia” sem hann reyndar samdi sjálfur mörgum árum fyrr og er nú orðið viðurkennt sem eitt snjallasta “Cajun” lag allra tíma..

Sumir hafa reyndar viljað gera þetta lag að “Þjóðsöng” Cajun fólksins.. (“The Swamp People”)

Þessa mynd ætlar hann að nota á disk sem á að fara gefa út og er mér það sannur heiður að gefa honum myndina..

Ég er að sjálfsögðu ótrúlega ánægður með að hann skuli vilja nota myndina og ekki minna montinn af því að hann sagði “Hils Fjóla” þegar við vorum að kveðjast..

Ha ha, cool að eiga konu sem frægu kallarnir byðja að heilsa..

Verum í bandi alles….

P.S. Myndin hér á forsíðunni er myndin sem allt snýst um, sendi honum samt 40 aðrar sem ég tók við sama tækifæri..

Poltrabend..

Komin heim eftir góðann dag..

 

 

 

Hæ hó allesammen..

 

 

Á síðasta laugardag var heldur mikið um dýrðir hér á Jótlandi..

Það var haldið mikið partý Ingu og Lars til heiðurs í tilefni væntanlegs Brúðkaups heima hjá foreldrum Lars.

Þarna voru mættir vinir og vandamenn og vissu Inga og Lars ekki af þessu fyrirframm..

Þeim var rænt eldsnemma morguns og farið með þau í allskonar skemmtilegheit sitt í hvoru lagi og síðan voru þau sameinuð aftur um kvöldið og var þá haldin mikil grillveisla sem stóð framundir morgunn.

Við vorum með um morguninn og kvöldið og fengum svo að passa Lítið Ljós um nóttina og þótti það nú ekki leiðinlegt…

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-1.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-2.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-3.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-4.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/03/poltra-5.jpg[/imagetab] [/tabs]

Daginn eftir þegar þau komu til að sækja Liv Fjólu gerðu þau sér litið fyrir og söguðu fyrir mig allt brennið sem ég átti óskorið úti í skúr, það vantar ekki orkuna hjá svona fólki.

Við vorum ekki með barnavagn til að láta Liv Fjólu sofa úti, en Fjóla var nú ekki lengi að redda því fyrir hana litlu nöfnu sína, svaf hún þarna hin rólegasta í burðarrúminu sínu á meðan við vorum að saga brenni alveg við hliðina á henni.

Verðum í bandi alles..

 

Bil udbrændte – Bílbruni..

Sumir eru snillingar….. Þessi frétt var í dagblöðunum hér í dag, gat ekki stillt mig um að leyfa ykkur að njóta hennar með mér..

–Hér kemur fréttin————-

En mandlig gæst hos en kvinde på Gammel Tøndervej i Tinglev fortryder formentlig, at han i nat ved 01.30-tiden hjalp en veninde med at fylde benzin på hendes bil.

Bilens tank var tom, men den venlige, 29-årige mand tilbød at tappe benzin fra sin egen bil og over på kvindens bil.

Støvsugeren blev fundet frem, og så blev der ellers suget fra den ene til den anden. Men en gnist antændte først støvsugeren, siden den ene bil og derefter carporten.

– Branden forsagede røgskader i den tilhørende bolig, og så måtte manden til behandling for brandsår på benene på skadestuen i Aabenraa, fortæller vagtchef Erik Lindholdt, Syd- og Sønderjyllands Politi.

Bil og støvsuger udbrændte, ligesom carporten blev beskadiget ved branden.

 

–Íslensk þýðing———————————————————-

Maður nokkur sem var gestkomandi hjá konu í Tinglev sér væntanlega eftir því að hann í nótt kl um hálftvöleitið hjálpaði vinkonu sinni við að setja bensín á bílinn hennar..

Tankur bílsins var tómur enn greiðvikni 29 ára gamli maðurinn bauð konunni að tappa bensíni af sínum bíl og yfir á hennar..

Náð var í ryksuguna og svo var sogið frá hans bíl og yfir á hennar..  En neisti kveikti fyrst í ryksugunni, þar á eftir í bílnum og að lokum í bílskílinu…

Það urðu reykskemmdir á íbúðarhúsnæðinu, og maðurinn var fluttur til aðhlynningar vegna brunasára á fótum á nærliggjandi sjúkrahús, samkv. upplýsingum lögreglu.

Bíllinn og ryksugan brunnu up til agna og bílskílið skemmdist við brunann….

————————————————————

Well DoneVerum í bandi alles…..

 

Skanna og skanna og skannna..

Hæ hó allesammen…

Það er komið föstudagskvöld hér í Tarm..

 

 

 

 

 

 

Ég er búinn að vera skanna myndir síðustu vikurnar og koma margar skemmtilegar myndir í ljós, þessi þykir mér þó vera perla..

Það er ekki laust við að maður fari á smá minningaflipp við að skanna allar gömlu myndirnar, en eins og ég hef áður sagt þá er ekki seinna vænna, mörg elstu albúmin eru orðin ansi léleg..

Það tekur mig svona 3 til 5 mínútur að skanna mynd í góðum gæðum en svo get ég hæglega notað hálftíma í að dunda mér við að gera mynd góða í Photoshop Elements..

Engin spurning samt í mínum huga að þetta er vinna sem á eftir að skila sér, á þennann máta varðveiti ég myndirnar.

Ég var síðast þegar ég taldi búinn að skanna í allt ca. 2500 myndir ef allt er talið, þannig að það eru komnir nokkrir tímar í þetta hjá mér..

Ég vista myndirnar síðan á þremur mismunandi stöðum þannig að ég ætti ekki að missa þær þó að eitthvað kæmi fyrir.. “Shit Happens” eins og þið öll vitið.

Nú um helgina koma góðir vinir í heimsókn og er okkur búið að hlakka mikið til þess.

Verum í bandi alles..