Monthly Archives: January 2012

Ræninginn….

 

Hæ hó allesammen..

Þá veit ég hvað verður um fuglafóðrið..

Mér var litið útum gluggann í dag og sá ég þá “Ræningann” að verki við sína svívirðilegu yðju..

Skamm skamm, má ekki….

Ég gat nú ekki stillt mig um að skjóta á hann með Videóvélinni og sé ég ekki eftir því, það sem hann gerði kom mér verulega á óvart..

Andsk… er hann liðugur greyið.

Ég verð víst að auka við fóðurskammtinn fyrst ég er búinn að fá svona skemmtilegann íbúa í nágrennið..

Verum í bandi alles….

Morgunmatur..

Morgunmatur..

Hæ hó allesammen..

Það er kominn föstudagur hér í Tarm, hvíti skíturinn kom í heimsókn í nótt, allt á kafi, c.a. 6 centimetrar og þarafleiðandi allt ófært hér í bænum..

Ég treysti mér ekki út í þessa ófærð og fór því bara að leika mér á netinu og viti menn þar fann ég eitthvað sem ég vissi ekki að mig vantaði..

Þetta er alveg snilldar apparat, bara gera hana klára áður en að maður fer að sofa, stilla timerinn og vakna svo við morgunmatinn tilbúinn..

Verum í bandi alles…

Hmmm.. Vírusvarnarforrit..

Hæ hó allesammen..

ANTIVÍRUS..

Nú var komið að því hjá mér að endurnýja áskriftina að Vírusvarnarforritinu mínu.

Nú er það þannig að ef það er eitthvað sem fólk tímir ekki að eyða peningum í þá er það Vírusvarnarforrit.

Mér hefur alltaf þótt þetta vera frekar undarlegt.

Fólk eyðir miklum peningum í að fá góða tölvu, setur inn á hana allar myndirnar sínar og önnur gögn, öll trúnaðarmálin og persónuupplýsingarnar en lætur hana svo standa opna fyrir hvern sem hefur áhuga á að kíkja þar inn og stela og skemma það sem hann vill..

Þetta er að mínu viti svipað gáfulegt eins og að hafa krók við hliðina á útidyrunum (að utanverðu) og hengja útidyralykilinn sinn þar á…

Eða tíma ekki að kaupa olíu á bílinn..

Eða keyra án öryggisbelta…

Eða kjósa Sjáfstæðisflokkinn…

Það er náttúrulega heimskulegt af mér að vera að predika um þetta, ég lifi ágætlega af því að hreinsa tölvur hjá fólki sem ekki tímir að kaupa sér vírusvarnarforrit.

Það er þó alltaf jafn sorglegt að sjá fullorðið fólk fá tárin í augun þegar það uppgötvar að allar myndirnar, e-meilin og annað þessháttar er horfið og kemur aldrei aftur, bara af því að það tímdi ekki að nota 12 dkr/260 ikr á mánuði til kaupa þá vernd sem þarf..

——————————————————————-

Og nú skulum við alls ekki minnast á dónalega orðið… (BACKUP)

——————————————————————–

Hvað um það alles, eins og fyrr sagði þá var nú komið að því að ég endurnýjaði..

Ég hef í mörg undanfarin ár notað “ESET NOD INTERNET SECURITY.”

Það hefur reynst mér vel og hef ég ekki fengið vírusa inn á mínar tölvur á meðan ég hef notað það. (ferðast ég samt um andstyggilega staði á netinu…)

Ég fylgist MJÖG VEL með því hvaða forrit eru að gera það best á hverjum tíma, það eru margir nördar sem hafa áhuga á þessum öryggismálum á netinu og er mikinn fróðleik að finna um hvað hentar best hverju sinni.
———————————————————————

Eins og fyrr sagði hef ég notað “ESET NOD INTERNET SECURITY” og verið ánægður hingað til.

Nú er það samt þannig að það forrit krefur mikilla krafta af viðkomandi tölvu, og það hefur ekki staðið sig jafnvel og ég hefði vonað síðasta árið miðað við önnur forrit.

Ég er soldið þannig að ég nenni ekki að vera að tala við vírusvörnina mína á hverjum degi…

Þetta á bara að keyra og passa sig sjálft án þess að ég þurfi að hafa nokkuð vit á því hvað er að gerast þarna á bakvið.. (Þetta á að virka eins og Uppþvottavél, ýta á 60 og þá þvær hún upp)

———————————————————————-

Til að gera langa sögu stutta, þá er ég nú eftir að hafa grannskoðað málið í nokkrar vikur búinn að kaupa og setja upp hjá mér “Kaspersky Internet Security 2012”

Eftir að hafa borið saman: F-Secure – ESET – Kaspersky…

Þetta forrit hefur unnið allar kannanir nú síðustu 3 árin sem verandi besta vörnin, og kostar mig 808 dkr fyrir 3 tölvur í 2 ár, eða 12 danskar krónur á mánuði per tölvu…

(Þar fyrir utan er þettað forrit það sem verndar best gagnvart “Andstyggilegu Andlitsbókinni”)

Ég veit ekki um ykkur, en ég þori ekki að vera “óverndaður”….

Bandi alles…

Mmmm…. mig langar í svona bíl..

Hæ hó allesammen…

 
Mig langar í svona…
Ég datt um þennann á Youtube og varð alveg heillaður, þessi væri helvíti góður þegar að við verðum búin að slíta Primerunni upp til agna..

Ég sé Fjólu alveg fyrir mér að gera hann klárann á morgnana um 6 leitið þegar hún er á leið í vinnuna..

Minnir mig á 1943 módelið af Willis jeppanum sem við áttum veturinn sem Inga fæddist, við urðum alltaf að starta honum með sveif….

 

Verum í bandi alles…

Litla ljósið hans Afa síns

Hæ hó allesammen…

 

 

Í dag kom svo dagurinn sem mig er búið að kvíða svo mikið fyrir..

 

 

 

 

 

Nú eru Ljósin mín farin aftur til Aarhus og heldur tómt í kotinu á eftir.

Þessar síðustu 6 vikur eru búnar að bæta mér upp tapið að muna ekki eftir fæðingardeginum,
þannig að það að Inga var svo óheppin að fótbrotna var í raun mjög heppilegt..
(fyrir mig.. he he..)

Elsku Inga, Liv og Lars, þúsund þakkir fyrir þennann tíma sem við höfum átt samann síðustu vikurnar, Það eru EKKI allir Pabbar, Tengdapabbar og Afar sem eru jafn heppnir og ég, þetta er búinn að vera góður tími sem ég gleymi aldrei..

Verum í bandi alles..

 

Unnur Embla – Miss Iceland 2012..

Hæ hó alles..
Langt síðan ég hef bullað hér inn síðast.

Ég hef sosem enga afsökun fyrir því annað en að ég er búinn að vera frekar latur og svo þarf ég bara að leika við Liv Fjolu..

Þessa snilldar mynd sem er hér á forsíðunni í dag fékk ég um daginn, hef bara ekki komið því í verk að koma henni hér inn.

Þetta er hún litla frænka mín Unnur Embla og sómir hún sér vel sem forsíðumynd, það verður gaman að fá hana í heimsókn til að kenna henni allskonar ósiði, ég er víst ansi góður í því..

Þúsund þakkir fyrir myndina Halli og Edith, endilega senda fleiri..

Verum í bandi alles…

Í horninu hjá Ömmu og Afa..

Hæ hó allesammen..

Nú er ég aftur hjá Ömmu og Afa í Tarm.

Mamma er að hamast við að láta löppina sína gróa saman, og ég verð að vera þolinmóð á meðan.

Pabbi er farinn að vinna aftur eftir jólafríið og okkur Mömmu fannst þá góð hugmynd að fara og reyna að hafa ofan af fyrir Afa greyinu.

Afi er alltaf að dúlla í tölvudrasli fyrir hitt og þetta fólk sem fer óvarlega á einhverjum andstyggilegum stað sem heitir Faaaseeebúúúúkkk.

Afi æsir sig alltaf reglulega yfir því hvað fólk getur látið hafa sig að fífli inni á þessu Faaaseeebúúúúkkk, en ég er ekki svo vitlaus að vera þarna inni þannig að ég er uppáhaldið hans Afa míns..

Hér getið þið séð mynd af mér þar sem ég er að reyna að kenna leikföngunum mínum góða siði..

 

Verum í bandi alles…

Til Hamingju með daginn Helga

 

 

 

 

Hún á Afmæli í dag,
Hún á Afmæli í dag,
Hún á Afmæli hún Helga,

Húúúúúún ááááá Afmææææælllllli íííííí daaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaag

Til hamingju með daginn Helga, alltaf að yngjast eins og við hin….Wonderful

 

Engin hætta á að svona ung manneskja gangi um allt með bara annað glerið í gleraugunum sínum..Big Smile

Ég hefði viljað geta kíkt í kaffi til þín, næ því ekki í þetta sinn.Too Sad

Þú átt  heiðurinn af því að vera fyrst til að fá afmæliskveðlu á nýju síðunni, ekki smá heiður það…

Ég hef verið með þessa mynd áður hér á síðunni, finnst hún alltaf jafn góð, hún er tekin um páskana 2004 þegar þú fórst í skíðaferð til Tarm….

Kannski að þú komir aftur í skíðaferð í ár….Confused

Við óskum þér til hamingju með daginn og vonum að hann verði ánægjulegur.

Verum í bandi..

100,000 gestir..

 

 

 

 

 

Hæ hó allesammen og takk fyrir allar heimsóknirnar síðustu árin..

Nú er síðan rúlluð yfir 100,000 heimsóknir og er ég bara montin af því hvað þið hafið verið dugleg að heimsækja okkur hér “Online”, það gerir það mikið skemmtilegra fyrir mig að láta visku mína flæða hér á netinu þegar ég sé hvað það erum margir sem lesa með.

Það er í dag síðasti dagur jóla hér í Tarm, það er þó ekki að sjá hér í náttúrunni. Við erum með útsprungna rós hér við húsvegginn eins og þið getið séð ef þið flettið myndunum hér fyrir neðan.

[tabs slidertype=”images”] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__1_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__2_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__3_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__4_.jpg[/imagetab] [imagetab width=”540″ height=”400″]http://jhar.dk/wp-content/uploads/2012/01/001__5_.jpg[/imagetab] [/tabs]

Það er kannski ekki endilega æskilegt fyrir gróðurinn að veðrið sé svona milt á þessum árstíma, hætta á því að allt fari að spíra og skemmist svo bara þegar að frostið kemur, við sleppum víst ekki við það að það komi í vetur ásamt hvíta skítnum en ekkert við því að gera. Ef allt verður eðlilegt verð ég farinn að slá gras eftir 3 til 4 mánuði, ekki laust við að mig hlakki til þess…

Ég er að byrja að átta mig á því hvernig ég ætla að hafa þessa nýju heimasíðu, það er að segja hvaða efni ég ætla að hafa hér inni og fer ég nú að byrja að leika mér fyrir alvöru við að hrúga efni hér inn, verið bara dugleg að kíkja inn á undirsíðurnar, aldrei að vita hvað þið finnið þar inni..

Verum í bandi alles..